Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjárhagsáætlun endurskoðuð á þriggja mánaða fresti
Miðvikudagur 18. mars 2009 kl. 08:42

Fjárhagsáætlun endurskoðuð á þriggja mánaða fresti


Í ljósi mikillar óvissu í efnahagsmálum verður fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Garðs endurkoðuð á þriggja mánaða fresti. Í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að tekjur næsta árs verði svipaðar þeim sem voru 2008. Raunvextir af Framtíðarsjóðnum, sem samkvæmt samþykktum má nýta til reksturs, verði 7% eða um 145 milljónir á ári. Þriggja ára áætlunin var lögð fram við seinni umræðu í bæjarstjórn í síðustu viku og samþykkt með atkvæðum meirihlutans.

Á meðal fjárfestinga á bæsta ári má nefna nýtt bókasafn, skólaeldhús og tónmenntastofa í Gerðaskóla og fráveituframkvæmdir. Áætlunin gerir meðal annars ráð fyrir tilfærslu tónlistarskóla í húsnæði Gerðaskóla árið 2011, sömuleiðis viðbyggingu við Byggðasafnið vegna starfsmannaðstöðu og geymslu. Árið 2012 er gert ráð fyrir að ráðist verði í viðbyggingu íþróttamiðstöðvar, viðbyggingu við leikskólann og átaki í lagningu gangstétta, göngu og hjólastíga, svo nokkuð sé nefnt.

Sjá nánar fundargerð hér.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Ungir Garðbúar við leik.