Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Fjárhagsáætlun bæjarins stenst ekki“
Miðvikudagur 24. janúar 2018 kl. 11:04

„Fjárhagsáætlun bæjarins stenst ekki“

„Ég benti á það á fundi þar sem fjármálaáætlun Reykjanesbæjar var kynnt bæjarbúum að það væri óábyrgt að gera ráð fyrir tekjum af fyrirtækjum "United Silicon og Thorsil" sem að ekki væru í rekstri og yrðu hugsanlega ekki í rekstri“, þetta segir Þórólfur Júlían Dagsson á Facebook-síðunni Reykjanesbær - gerum góðan bæ betri.

Þórólfur segir að í ljósi nýjustu fregna af gjaldþroti United Silicon og ákvörðum Umhverfisstofnunar að ef verksmiðjan verður keypt þá þurfi þeir fjárfestar að fá öll tilskyld leyfi aftur og þá þurfi einnig nýtt umhverfismat að fara fram. Hann segir einnig að það séu litlar líkur á því að þetta fyrirtæki fari aftur í rekstur næstu tvö árin í það minnsta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nú stenst fjárhagsáætlun bæjarins engan veginn og ágætt væri að fá endurreiknaða áætlun í hendurnar þar sem þessi tvö fyrirtæki eru ekki tekin með inn í reikninginn í ljósi nýjustu fregna.“ Þórólfur segir einnig að þetta hafi áhrif á 1200 milljóna króna framkvæmd við Helguvíkurhöfn sem er inn í fjárhagsáætluninni. „Ég tel að falla ætti frá þeim framkvæmdum því ekki er forsenda fyrir þeim lengur.“