Fjárflutningar hjá Western Union í Leifsstöð
Western Union opnaði nýlega aðstöðu hjá The Change Group í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.Með milligöngu Western Union getur hver sem er sent peninga eða fengið þá á alþjóðamarkaði og ekki þarf til þess neitt kreditkort, bankareikning eða aðild. Fleira fólk notar Western Union en nokkra aðra yfirfærsluþjónustu til að sjá fyrir þörfum fjölskyldunnar heima fyrir, bjarga ferðafólki í vandræðum, aðstoða námsmenn erlendis og halda verslunarrekstri í góðu gengi.FljótlegtViðtakendur geta sótt fé sitt fáeinum mínútum eftir að það er sent. Western Union notar nýtísku rafeindatækni og eigið tölvunet, sem spannar allan heiminn til að gefa tafarlausar greiðsluheimildir í yfir 140 löndum.ÁbyggilegtWestern Union hefur stundað örugga peningayfirfærslu síðan 1871. Árlega annast fyrirtækið 33 milljónir yfirfærslna, og þær njóta allar verndasr öryggiskerfis sem er á heimsmælikvarða. Það tryggir að peningar verða greiddir fljótlega og fullkomlega og eingöngu til réttra aðila.ÞægilegtWestern Union er stærsta peningaflutninganet veraldar og hefur umboðsmenn á yfir 50 þúsund stöðum, sem veita bestu fáanlegu þjónustu. Margir þeirra eru í bönkum, pósthúsum, lyfjabúðum, verslunum, járnbrautarstöðvum, flughöfnum og á öðrum þægilegum stöðum og þar er opið seint og snemma um helgar.AuðveltSendandi kemur peningunum til umboðsmanns Western Union, fyllir út lítið eyðublað, greiðir þjónustugjald og fær kvittun með eftirlitsnúmeri. Síðan tilkynnir hann viðtakanda um yfirfærsluna. Viðtakandinn fer til umboðsmanns Western Union, sýnir persónuskilríki (eftirlitsnúmerið hjálpar til, en er ekki nauðsynlegt) og fær alla upphæðina staðgreidda.