Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjárfestingarbanki Evrópu lánar Isavia til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli
Miðvikudagur 28. febrúar 2018 kl. 13:00

Fjárfestingarbanki Evrópu lánar Isavia til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli

Isavia hefur tryggt sér 12,5 milljarða króna (100 milljóna evra) lán frá Fjárfestingarbanki Evrópu (EIB). Fjármagnið verður nýtt til endurnýjunar á núverandi mannvirkjum og til afkastaaukningar á Keflavíkurflugvelli til þess að mæta auknum fjölda farþega. Samningurinn sem undirritaður var í dag uppfyllir lánsfjárþörf Isavia fyrir árið 2018.

„Það er ánægjulegt að sjá Fjárfestingarbanka Evrópu á meðal lánveitenda Isavia og við gerum okkur miklar vonir um áframhaldandi farsælt samstarf við bankann. Framundan er mikil uppbygging á Keflavíkurflugvelli og stuðningur og skilningur lánveitenda skiptir því sköpum fyrir Isavia.“, segir Björn Óli Hauksson, forstjóri ISAVIA.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Verkefnið mun auka afkastagetu og bæta þjónustustig inni í flugstöðinni, bæði á brottfararsvæði og á almennu svæði sem í dag anna ekki núverandi farþegafjölda á háannatímum. Fjármagnið verður einnig nýtt til stækkunar á suðurbyggingu flugstöðvarinnar, endurnýjunar á farangursflokkunarkerfi, endurbóta á flugbrautum og lagningu nýrra akbrauta og flýtiafreina, sem og í aðrar tengdar fjárfestingar.

„Leiðin til Íslands liggur í gegnum Keflavík og reiknað er með því að farþegum muni halda áfram að fjölga og verði um 10,5 milljónir á árinu 2018. Því er ljóst að þörf er á aukinni afkastagetu til þess að geta þjónustað þann fjölda fólks sem á leið hér um á hverju ári. Fjárfestingarbanki Evrópu hefur lánað til íslenskra verkefna frá árinu 1995 og með þessum samningi nær bankinn þeim áfanga að hafa lánað einn milljarð evra til íslenskra verkefna, en af því erum við mjög stolt.“, segir Andrew McDowell, aðstoðarframkvæmdastjóri Fjárfestingarbanka Evrópu og yfirmaður verkefna bankans í ríkjum EFTA.

Lánssamningurinn var undirritaður á skrifstofu sendinefndar Evrópusambandsins í Aðalstræti, Reykjavík.