Fjárfesting í menntun mikilvægust
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum haldinn í Reykjanesbæ um nýliðna helgi vill benda á að menntun er sú fjárfesting sem er mikilvægust fyrir framtíðaruppbyggingu samfélagsins.
Í ályktun fundarins segir að brýnt sé að ríkisvaldið styðji við þær umbætur sem gerðar hafa verið í menntamálum á Suðurnesjum og tryggi fjármagn til framtíðar.
Aðalfundurinn skorar því á stjórnvöld að auka framlög verulega til framhaldsnáms á Suðurnesjum. Þannig munu Suðurnesin fá aukin tækifæri til sóknar í atvinnuuppbyggingu og velferð.