SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Fjallahjólabraut opnuð á Ásbrú
Frá opnun fjallahjólabrautarinnar á Ásbrú á uppstigningardag.
Sunnudagur 23. maí 2021 kl. 07:54

Fjallahjólabraut opnuð á Ásbrú

Ný fjallahjólabraut var opnuð í hlíðum Ásbrúar á uppstigningardag en þá stóð yfir  yfir barna- og ungmennahátíðin BAUN og opnun brautarinnar var hluti af þeirri dagskrá. Markmið Baun-hátíðarinnar er að gera sköpun barna og ungmenna hátt undir höfði auk þess að draga fram allt það jákvæða sem stendur börnum og fjölskyldum til boða í Reykjanesbæ, þeim að kostnaðarlausu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

„Starfsfólk umhverfissviðs Reykjanesbæjar með dyggri aðstoð Arnalds og Kára frá Hjólaleikfélaginu hafa útbúið hér skemmtilega og krefjandi fjallahjólabraut og þar með fjölgað afþreyingarmöguleikum í bænum. Ég vil þakka þeim framtakið og verktökunum fyrir að gera svona flotta braut. Brautin er staðsett á verðandi skólalóð á Ásbrú og bráðlega verður hér settur upp ærslabelgur og sparkvöllur,“ sagði Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar við opnun brautarinnar.

Eysteinn Eyjólfsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar, opnaði brautina formlega.

Fjölmörg ungmenni mættu á svæðið og léku sér í brautinni sem þykir vel lukkuð og skemmtileg viðbót við afþreyingu.

Nýja fjallahjólabrautin í hlíðum Ásbrúar. 

Fjallahjólabrautin er bæði krefjandi og skemmtileg sega þau sem hafa profað að hjóla hana.

VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson