Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fjall af þangi á Garðskaga
Myndarlegt þangfjall á Garðskaga í dag. VF-myndir: Guðbjörg Grétarsdóttir
Mánudagur 4. september 2023 kl. 15:33

Fjall af þangi á Garðskaga

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Suðurnesjabæjar hafa í dag verið að hreinsa upp eftir ágang sjávar um helgina. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Garðskaga í dag. Þar hafði bæði þangi og grjóti skolað á land þegar sjávarstaða var hvað hæst á laugardagskvöld. Það má alveg tala um fjöll af þangi eftir óveðrið, eins og ein myndanna sýnir.

Nánar verður fjallað um sjávarflóðin í Suðurnesjabæ í Víkurfréttum í vikunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Óveðrið um helgina lék Garðskaga grátt og skolaði miklu magni af þangi og grjóti á land.

Bæjarstarfsmenn moka þangi og grjóti á vagn sem sem flutti það í burtu.