Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fjáhagsáætlun Voga: Grunnþjónustan tryggð
Mánudagur 2. febrúar 2009 kl. 13:38

Fjáhagsáætlun Voga: Grunnþjónustan tryggð

Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2009 var samþykkt við seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi. Í henni eru áætlaðar tekjur rúmlega 592 milljónir, gjöld hátt í 704 milljónir og niðurstaða fjármagnsliða neikvæð um rúmlega 111 milljónir.
Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) eru áætlaðar rétt um 141 milljón og rekstrarniðurstaða verði jákvæð upp á 29.6 milljónir.

Gert er ráð fyrir fjárfestingum fyrir um 290 milljónir í framkvæmdum við miðbæjarsvæði, fjárfestingum í húsnæði, gerð gangstíga og kaupum á landi.
Gert er ráð fyrir framlagi frá Framfarasjóði til rekstursins að fjárhæð 226 milljónir.
Veltufé frá rekstri er áætlað tæpar 136 milljónir, eða um 23% af tekjum.
Afborganir lána eru áætlaðar um 76 milljónir.

„Óhætt er að segja að áætlunin sé lögð fram við mjög sérstakar aðstæður þar sem óvissa um þróun í efnahagslífi þjóðarinnar næstu misseri er mikil. Í áætluninni birtist sú stefna sem mörkuð var í bæjarráði í upphafi efnahagskreppunnar að tryggja grunnþjónustu sveitarfélagsins á sviði félags- og fræðslumála og leitast við að tryggja gott atvinnustig í Vogum.

Í fjárhagsáætlun ársins 2008 og þriggja ára áætlun var mörkuð sú stefna að draga verulega úr skattheimtu á íbúana og atvinnulífið á næstu árum, samhliða því að gert var ráð fyrir áframhaldandi vexti skattstofna sveitarfélagsins með fjölgun greiðenda. Þær forsendur sem lagt var upp með í þeim áætlunum hafa brostið í kjölfar hruns bankakerfisins og efnahagsþrenginganna. Í því ljósi er gert ráð fyrir óbreyttum álagningahlutföllum á næsta ári sem og engri hækkun á gjaldskrá sveitarfélagsins,“ segir meðal annars í bókun sem meirihlutinn lagði fram með áætluninni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fulltrúar minnihlutans sátu hjá við afgreiðsluna.

Hér er hægt að lesa nánari umfjöllun (bókanir) um fjárhasáætlunina í fundargerð bæjarstjórnar.