Fitjar: Amerískar endur með græna sportrönd
Þeir sem reglulega heimsækja fuglana á tjörnunum á Fitjum í Reykjanesbæ hafa síðustu daga tekið eftir tveimur flækingum sem hafa ekki sést áður á tjörnunum svo vitað sé. Hjalti Gústavsson tók meðfylgjandi myndir af öndum frá Norður Ameríku sem voru á sundi innan um aðrar endur á tjörnunum í gær. Þær vekja athygli fyrir græna “sportrönd” á höfði.
VF-myndir: Hjalti Gústavsson