Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fiskvinnslan Suðurnes: 40 manns missa vinnuna
Mánudagur 18. júlí 2005 kl. 18:25

Fiskvinnslan Suðurnes: 40 manns missa vinnuna

Fyrirtækið Suðurnes, sem starfrækt hefur fiskvinnslu í Keflavík, er að hætta starfsemi. Tugir starfsmanna missa við það vinnuna. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis segir tíðindin áfall fyrir Reykjanesbæ.

Fyrirtækið Suðurnes tilkynnti Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis í morgun að starfsemi þess hefjist ekki á ný eftir sumarleyfi. Rúmlega 40 manns missa vinnuna vegna þessa. Suðurnes hefur verið með fiskvinnslu í Reykjanesbæ frá því um 1990. Ekki náðist í forsvarsmenn fyrirtækisins í dag. Ríkisútvarpið greinir frá þessu nú undir kvöld.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024