Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 7. febrúar 2002 kl. 10:00

Fiskveiðistjórnunarstefna ESB hliðholl Íslendingum!!

Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum gekkst fyrir opnum fundi um Ísland og Evrópusambandið í gærkveldi á Flughótel í Kelavík. Valgerður Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri og fyrrverandi skrifstofustjóri EFTA fjallaði um vinnureglur ESB og gerði grein fyrir áhrifum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið á fullveldi Íslands.Þrátt fyrir afar hagstæðan EES samning eru nú blikur á lofti og hún velti upp neikvæðum aðstæðum í viðskiptum Íslands við ríki í mið- og austur Evrópu sem fá aðlid að ESB á næstu árum. Spurningin er sú hvort fullveldi Íslands er ekki í raun betur borgið innan ESB en utan þess. Katrín Júlíusdóttir, verkefnastjóri, fjallaði um sjávarútvegsmál en hún hefur rannsakað fiskveiðistjórnunarkerfi ESB. Hún sagði að það hefði komið sér á óvart að líklega væri fiskveiðistjórnunarstefna ESB Íslendingum hliðholl en ekki öfugt eins og margir hefðu haldið fram. Það byggðist fyrst og fremst á sérstöðu Íslands sem fiskveiðiþjóðar, en rík hefð væri fyrir því í ESB að virða sérstöðu þjóða og svæða. „Afar ólíklegt væri að aðrar þjóðir en Íslendingar fengju fiskveiðiréttindi á miðunum við landið, gengi Ísland í ESB. Hins vegar opnuðust fjarlæg mið og markaðir fyrir íslenskan sjávarútveg vegna samninga ESB við önnur ríki sem Ísland hefur ekki aðgang að núna," sagði Katrín meðal annars. Hér fyrir neðan eru myndir af fundinum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024