Fiskistofa óskaði eftir aðstoð lögreglu
Starfsmaður Fiskistofu óskaði síðdegis í gær eftir aðstoð lögreglu að Keflavíkurhöfn þar sem unnið var við löndun á afla úr báti í höfninni. Eitt af verkefnum Fiskistofu er að tryggja að allur afli fari á vigt.
Hjá lögreglunni á Suðurnesjum fengust þær upplýsingar að lögreglumenn hefðu eingöngu verið starfsmanni Fiskistofu til halds og trausts í störfum sínum en ekkert brot hafi verið framið.
Það er ekki óalgengt að lögreglan aðstoði Fiskistofu, m.a. við að góma þá sem ekki rata rétta leið á hafnarvogina.
Myndin: Bifreiðar Fiskistofu og lögreglunnar við Keflavíkurhöfn síðdegis í gær.