Fiskirækt og fluguveiðar í Seltjörn?
Á fundi Menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar miðvikudaginn 15. janúar var erindi Aðalsteins Jóhannssonar varðandi hugsanlega nýtingu Seltjarnar við Grindavíkurveg til fiskiræktar og fluguveiða tekið fyrir. Í fundargerð segir:„MÍT tekur vel í erindið, enda hefur Stangaveiðifélag Keflavíkur ekki svarað erindum bæjarins um hugsanlegt samstarf um Seltjörn.“