Fiskimjölsverksmiðja úr Sandgerði sett upp á Hjaltlandseyjum
Fiskimjölsverksmiðjan sem var í Sandgerði verður að öllum líkindum sett upp í Leirvík á Hjaltlandi eftir um tvö ár. Síldarvinnslan keypti verksmiðjuna frá Sandgerði á sínum tíma og mun nú setja tæki og búnað verskmiðjunnar upp á Hjaltlandi. Á sjávarútvegsvefnum Skip.is kemur fram að Síldarvinnslan muni alls fjárfesta fyrir um 10 milljónir sterlingspunda eða jafnvirði tæplega 1,2 milljarða íslenskra króna í verkefninu. KB banki sá um fjármögnun.