Fiskimarkaður Velferðarsjóðsins í Nettó í dag
Velferðarsjóður á Suðurnesjum stendur fyrir fiskmarkaði í Nettó í dag, fimmtudag, frá kl. 16-18. Þar verða harmónikkuleikarar sem spila sjómannatónlist og fiskinum verður pakkað inn í dagblöð að gömlum sið.
Axel Jónsson stýrir svo hópnum sem tók þátt í námskeiðinu og framreiðir Biblíumat gegn vægu verði. Allur ágóðinn rennur til Velferðarsjóðsins á Suðurnesjum. Fólk er hvatt til þess að leggja leið sína í Nettó á þessum tíma og leggja sitt af mörkum til uppbyggingar hér á svæðinu. Fiskútflytjendur á svæðinu gefa fiskinn og allir þátttakendur gefa vinnu sína.