Fiskikar féll á starfsmann
Fyrir stundu var Lögreglan í Keflavík kölluð að fiskvinnsluhúsi í Garði þar sem fiskikar hafði fallið á starfsmann. Sjúkrabíll er á staðnum og er ekki vitað um meiðsli. Allt var með rólegasta móti á Suðurnesjum í nótt og rólegt hjá lögreglu. Vorið sem er á næsta leiti virðist fara vel í fólk, enda hefur veðrið verið mjög fallegt síðustu tvo daga.