Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fish House slær í gegn með fish and chips
Fish House er staðsett í fiskibænum mikla, Grindavík.
Sunnudagur 10. september 2017 kl. 06:00

Fish House slær í gegn með fish and chips

-Leyniuppskriftin er vinsæl hjá Kára Guðmundssyni eiganda Fish House

„Við erum að fá fólk aftur og aftur hingað,“ segir Kári Guðmundsson, eigandi veitingastaðarins Fish House í Grindavík en staðurinn er orðinn þekktur fyrir fish and chips eftir að Kári tók við rekstrinum fyrir rúmlega ári síðan.

„Ég hef heyrt að fólki finnist gaman að keyra Suðurstrandarveginn og koma til Grindavíkur. Hér eru fullt af veitingastöðum með góðum mat,“ segir Kári en í Grindavík, fiskibænum mikla, er til að mynda hægt að fá fish and chips á fimm stöðum. „Ég er ofboðslega ánægður með umsagnirnar frá fólki. Þær halda manni gangandi,“ segir Kári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fish House býður upp á alls konar mat en Kári vill ekki gefa upp uppskriftina að fish and chips. „Þetta er fersk ýsa. Ég hef verið spurður af kokkum hvernig ég geri fiskinn en meira er ekki gefið upp,“ segir hann léttur í lund. Sósuna útbýr hann svo sjálfur frá grunni.

Kári hefur fengið ýmsa tónlistarmenn á staðinn og er stefnan sett á að halda tónleika af og til. Söngkonan Gréta Salóme og hljómsveit hennar, Krátína-Folk band, spilar á staðnum næstkomandi laugardag en tónleikarnir hefjast kl 22.

Veitingastaðurinn hefur einungis verið lokaður í örfáa daga síðan Kári tók við rekstrinum en hann segist vera ofboðslega ánægður. „Þetta er pínu keyrsla en veitingastaðurinn er númer eitt, tvö og þrjú.“