Fis fór niður um ótraustan ís á Seltjörn
Flugmaður fisvélar komst að sjálfsdáðum og ómeiddur í land eftir að hafa farið niður um ótraustan ís á Seltjörn fyrr í dag. Maðurinn hafði verið að æfa snertilendingar á ísnum þegar óhappið varð.
Skjúkrabíll ásamt tækjabíl frá Brunavörnum Suðurnesja voru kölluð til ásamt lögreglu. Aðstoð frá Brunavörnum Suðurnesjum var fljótlega afturkölluð en lögregla er enn á vettvangi við rannsókn.
Meðal annars notast lögreglan við öflugan dróna við myndatökur á vettvangi en fisið er ennþá í vökinni.
Meðfylgandi myndir voru teknar á vettvangi núna eftir hádegið í dag.