Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Finnur hvali og norðurljós með ferðamönnum
Föstudagur 18. ágúst 2017 kl. 06:00

Finnur hvali og norðurljós með ferðamönnum

Sjómaðurinn og Njarðvíkingurinn Axel Már Waltersson rekur hvalaskoðunarfyrirtæki á höfninni í Keflavík, leigir út veiðistangir, býður upp á sjóstangaveiði og fer með fólk í siglingu til að skoða norðurljósin. Hugmyndina fór Axel af stað með í október í fyrra og að hans sögn hefur gengið vel síðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Axel starfaði sem sjómaður erlendis en langaði að koma heim aftur. „Þá var bara að finna eitthvað að gera,“ segir hann.

Norðurljósaferðirnar hafa verið vinsælastar af því sem Axel býður upp á. „Síðan ég byrjaði með þetta hefur þetta bara farið jafnt og þétt vaxandi. Mikið af hópum koma til okkar í sjóstangaveiði og hvalaskoðunina.“ Flestir viðskiptavinirnir Axels eru ferðamenn en einnig er vinsælt að starfsmannahópar panti tíma í sjóstangaveiði.

Mikið af hvölum eru á svæðinu, til að mynda háhyrningar, hrefnur og hnúfubakar. „Við erum búnir að vera heppnir með það.“ Norðurljósin eru hins vegar ekki alltaf sjáanlegt en Axel fylgist vel með ljósaspánni. „Það kemur náttúrulega fyrir að þau koma ekki en við stoppum alltaf með hópanna mitt á milli Voga og Keflavíkur. Þá drepum við bara á bátnum og slökkvum öll ljós.“


Mikið af hvölum eru á svæðinu.