Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • „Finnum fyrir miklum stuðningi“
    Of Monsters and Men á Paddy's.
  • „Finnum fyrir miklum stuðningi“
    Björgvin Ívar Baldursson.
Þriðjudagur 13. janúar 2015 kl. 11:25

„Finnum fyrir miklum stuðningi“

Óvíst hvort Paddy's verður opið um næstu helgi.

Ég átti óformlegan fund í gær með bæjarritara, Hirti Zakaríassyni. Fundurinn var fínn en framhaldið veltur allt á bæjarráðinu.“ segir Björgvin Ívar Baldursson, annar rekstraraðila skemmtistaðarins Paddy's við Hafnargötu í Reyjanesbæ. 

„Áfram Paddy's“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björgvin segir að reksturinn í desember hafi verið góður. „Hann gekk aðallega vel að því leyti að allir voru hressir, engin slagsmál að viti og létt yfir öllum. Við lækkuðum öll verð í desember og þegar við réttum fólki afgang þegar það greiddi með pening þá vildi það ekki taka við honum og sagði bara 'áfram Paddy's'. Við finnum fyrir miklum stuðningi um að halda rekstrinum áfram.“

Bæjarráð hittist á fimmtudag og Björgvin vonast til að þá skýrist vonandi eitthvað. „Þeir eru að ganga frá viðskiptum sínum við fyrri leigjanda. Það ríkir því óvissa um hvort staðurinn verður opinn um næstu helgi. Ég á eftir að athuga hvort þeir séu tilbúnir að leigja okkur þetta þar til ákvörðun hefur verið tekin.“