Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Finnst allt ómögulegt“
Miðvikudagur 2. desember 2009 kl. 11:23

„Finnst allt ómögulegt“


„Með bókun minnihlutans sem hér er lögð fram er sýnt að engu skiptir hvort niðurstaða ársins er neikvæð eins og var á síðasta ári eða jákvæð eins og útlit er fyrir á þessu ári. Minnihluta bæjarstjórnar finnst allt ómögulegt, hver sem niðurstaðan verður,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna frá bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í gær vegna gagnrýni A-listans á árshlutauppgjör bæjarins sem fram kom í gær.

Sjálfstæðismenn halda því fram að við uppgjör sveitarfélagsins eftir fyrstu 10 mánuði árins og endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2009 stefni í að Reykjanesbær skili um 7 milljarða króna afgangi á árinu.

Minnihlutinn er hins vegar á öðru máli og segir allt tal um viðsnúning sýndarmennsku eina til að beina athygli almennings frá raunverulegri stöðu sveitarfélagsins. Hér sé eingöngu um reiknaðan, bókhaldslegan hagnað að ræða vegna sölunnar á HS Orku, ekki fjármuni sem nýtist í rekstur bæjarins. Halli bæjarsjóðs af raunverulegri starfsemi stefni í þrjá milljarða króna að lágmarki.

Tengdar fréttir:

Segja hagnað Reykjanesbæjar „fyrirsagnafiff í fjölmiðlum“
Átta millj­arða kr. hagn­að­ur hjá Reykja­nes­bæ
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024