Finna lykt eins og af rafmagnsbruna
Kanadíska farþegaflugvélin lenti á Keflavíkurflugvelli kl. 16:38, en í vélinni sem var á leið vestur um haf var tilkynnt um reyk í farþegarými og lýst yfir neyðarástandi. Um borð í vélinni fannst lykt eins og af rafmagnsbruna. Allir farþegar vélarinnar eru nú í Leifsstöð þar sem Rauði Krossinn býður upp á áfallahjálp fyrir þá sem vilja en farþegarnir virtust mjög rólegir þegar blaðamaður fór um flugstöðvarbygginguna nú áðan.Vélin sem lenti í Keflavík er af gerðinni Boeing 747-400 og um borð voru 282 manns.
Myndin var tekin við einn af inngöngum vélarinnar þar sem lögregla og slökkvilið voru að störfum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Myndin var tekin við einn af inngöngum vélarinnar þar sem lögregla og slökkvilið voru að störfum. VF-mynd: Hilmar Bragi