Fingralangir á ferð í gær
Tvö innbrot og einn þjófnaður voru tilkynnt til lögreglunnar í Keflavík í gær.
Snemma morguns var tilkynnt um innbrot í húsnæði Golfklúbbs Suðurnesja að Hafnargötu 2. Þar hafði verið spennt upp hurð og skjávarpa stolið.
Þá var tilkynnt um innbrot í húsnæði Verktakasambandsins við Grófina. Þaðan var stolið myndbandsupptökuvél af gerðinni Canon. Mun þjófnaðurinn sennilega hafa átt sér stað s.l. miðvikudag.
Rétt fyrir hádegi var tilkynnt um þjófnað í Úra- og Skartgripaversluninni, Hafnargötu 49. Þar voru tveir karlmenn inni í búðinni og hafði annar þeirra stolið þar silfurhring og hlaupið síðan út. Lögreglan telur sig vita um hvaða menn er að ræða.
Myndin er úr safni VF
Snemma morguns var tilkynnt um innbrot í húsnæði Golfklúbbs Suðurnesja að Hafnargötu 2. Þar hafði verið spennt upp hurð og skjávarpa stolið.
Þá var tilkynnt um innbrot í húsnæði Verktakasambandsins við Grófina. Þaðan var stolið myndbandsupptökuvél af gerðinni Canon. Mun þjófnaðurinn sennilega hafa átt sér stað s.l. miðvikudag.
Rétt fyrir hádegi var tilkynnt um þjófnað í Úra- og Skartgripaversluninni, Hafnargötu 49. Þar voru tveir karlmenn inni í búðinni og hafði annar þeirra stolið þar silfurhring og hlaupið síðan út. Lögreglan telur sig vita um hvaða menn er að ræða.
Myndin er úr safni VF