Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtíu manns á virkjunarsvæðinu á Reykjanesi
Miðvikudagur 24. nóvember 2004 kl. 12:36

Fimmtíu manns á virkjunarsvæðinu á Reykjanesi

Um 50 manns starfa á Reykjanesi við byggingaframkvæmdir vegna virkjunar Hitaveitu Suðurnesja. Á tækni- og verkfræðistofum víðsvegar starfa aðrir 50 manns að verkefnum vegna virkjunarinnar. Þegar framkvæmdir standa sem hæst á Reykjanesi verða um 150 manns starfandi á svæðinu. Áætlað er að virkjunarframkvæmdir á Reykjanesi kosti um 10 milljarða króna.
Að sögn Júlíusar Jónssonar forstjóra Hitaveitu Suðurnesja er verkefnið á áætlun. „Við erum ekki á undan áætlun og erum kannski aðeins seinni en við ætluðum okkur. Framkvæmdir ganga vel og þessa dagana erum við að yfirfara tilboð vegna raf- og vélbúnaðar fyrir virkjunina," sagði  Júlíus í samtali við Víkurfréttir.

Myndin: Frá framkvæmdum á Reykjanesi. VF-ljósmynd/HBB.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024