Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtán nýjar tölvur til Símenntunar
Þriðjudagur 13. desember 2005 kl. 18:28

Fimmtán nýjar tölvur til Símenntunar

Átján aðilar færðu Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum fimmtán nýjar fartölvur til nota í stofnuninni sem er með aðsetur í gamla skólahúsinu við Skólaveg í Keflavík.

„Þekking er undirstaða þróunar atvinnulífsins og með góðri aðstöðu til menntunar í heimabyggð skapast tækifæri til þess að auka menntun og þekkingu á Suðurnesjum til góðs fyrir atvinnulífið“, segir í gjafabréfi sem Þorsteinn Erlingsson og Friðjón Einarsson afhentu fyrir hönd Vinafélags MSS. Við gjöfinni tóku Guðjónína Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri MSS og Ellert Eiríksson, formaður stjórnar MSS.

Guðjónína sagði gjöfina mjög nytsamlega og væri MSS þakklát fyrir hana. Friðjón sagði að margir sömu aðilar hefðu gefið MSS tölvur fyrir fimm árum. Verðmæti gjafarinnar væri um 2,5 millj. og því hefðu þessir aðilar gefið MSS fyrir um 5 millj. kr. á fimm árum.

Fyrirtækin sem gáfu tölvurnar eru: Sparisjóðurinn í Keflavík, Landsbanki Íslands, Íslandsbanki, Þorbjörn ehf., Nesfiskur ehf., Samkaup hf., Saltver hf., Verslunarmannafélag Suðurnesja, Iðnsveinafélag Suðurnesja, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Garður, Sandgerðisbær, Útvegsmannafélag Suðurnesja, KB banki, Fiskmarkaður Suðurnesja, Opin kerfi og Samhæfni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024