Fimmtán keyrðu of hratt
Fimmtán ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut á síðustu dögum. Þetta er fyrsti afrakstur sérstaks umferðareftirlits lögreglunnar á Suðurnesjum á vegum í umdæminu, sem hófst í vikunni. Verkefnið er kostað af Vegagerðinni og hefur farið fram síðastliðin ár.
Ökumennirnir sem um ræðir óku á bilinu 111 til 125 km/klst. Þrír voru án ökuskírteinis. Einn af þessum þremur var auk þess á ótryggðri bifreið og sinnti hann ekki stöðvunarmerkjum lögreglu fyrr en honum þótti fullreynd tilraunin til að komast undan.