Fimmtán ára reyndi að stinga lögreglu af
Lögreglan á Suðurnesjum veitti um helgina athygli skellinöðru sem ekið var eftir gangstétt í Keflavík. Farþegi var á henni og hafði hann ekki hjálm á höfði.
Þegar ökumaður skellinöðrunnar varð var við lögreglubifreiðina snéri hann snögglega við, farþeginn stökk af hjólinu, og reyndi sá sem ók að stinga lögregluna af.
Endirinn varð sá að skellinöðrunni var ekið inn á bílastæði og þar reyndi ökumaðurinn að fela sig fyrir lögreglu í skoti bak við hús. Hann reyndist vera aðeins fimmtán ára og hefur ekki réttindi til að aka skellinöðru. Haft var samband við foreldra drengsins og þeim gerð grein fyrir lögbroti hans. Þeir komu og sóttu hann og hjólið.