Fimmtán ár frá stórri stækkun flugstöðvarinnar
Framkvæmdir í og við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru á lista yfir aðgerðir sem hægt er að fara í nú þegar Covid-19 hefur nánast stöðvað alla starfsemi í stöðinni og ferðaþjónustu með tilheyrandi áhrifum á atvinnuleysi. Í aprílmánuði fyrir fimmtán árum síðan var auglýst forval til verktaka vegna stækkunar og breytinga á norðurbyggingu stöðvarinnar (upprunalegu flugstöðinnni).
Í þessum framkvæmdum var flugstöðin stækkuð til suðurs um 5 þúsund fermetra og skipulagi á 2. Hæð var breytt svo mikið að um byltingu var að ræða. Framkvæmdum átti að ljúka rúmu ári síðar og kostnaður 4,5 milljarðar króna.
Þessum framkvæmdum var flýtt vegna örrar fjölgunar farþega á Keflavíkurflugvelli og mikilvægt að geta tekið stækkunina í notkun fyrir ferðasumarið 2006.
Þetta kemur fram í Víkurfréttum 20. Apríl 2005. Víkurfréttir er hægt að nálgast á timarit.is frá stofnun blaðsins árið 1980.