Fimm vilja í skólastjórastól
Sveitarfélagið Vogar fékk fimm umsóknir um stöðu skólastjóra Stóru-Vogaskóla sem auglýst var á dögunum. Nöfn umsækjenda eru ekki gefin upp sem stendur en bæjarráð Voga felur ráðgjafanefnd að vinna úr umsóknum og gera tillögu til fræðslunefndar og bæjarráðs. Í ráðgjafanefndinni sitja oddvitar listanna í fræðslunefnd auk bæjarstjóra og ráðgjafa frá Kennaraháskóla Íslands.