Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 21. apríl 2001 kl. 11:42

Fimm útköll á fimm dögum

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason frá Grindavík hefur verið kallað út fimm sinnum á jafnmörgum dögum.Í öll skiptin hafa smábátar þurft aðstoð. Annað hvort hafa þeir orðið vélarvana eða fengið veiðarfæri í skrúfuna.
Að sögn björgunarsveitarmanna er þetta einsdæmi í sögu sveitarinnar og muna menn ekki aðra eins törn. Aldrei hefur verið mikil hætta á ferðum. Flokkur með fluglínutæki var þó settur í viðbragðsstöðu í fyrrakvöld þegar óttast var að bát ræki upp við Reykjanes. Aðstæðurnar í útakallinu í kvöld voru þær tvísýnustu af útköllunum fimm. Allt fór þó vel að lokum og bátur og mannskapur komst heill í land.

Ljósmynd frá björgun Antons GK 68 fyrr í kvöld. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024