Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm ungmenn sluppu vel þegar bíll þeirra valt
Frá Vogum á Vatnsleysuströnd.
Miðvikudagur 10. febrúar 2016 kl. 21:05

Fimm ungmenn sluppu vel þegar bíll þeirra valt

Mikil mildi þykir að ekki fór verr en raun varð á þegar bifreið með fimm ungmennum valt í gærdag  á Vatnsleysustrandarvegi. Þegar lögreglan á Suðurnesjum kom á vettvang voru ökumaður og farþegar komnir út úr bifreiðinni og töldu sig hafa sloppið án meiðsla. Öll kváðust ungmennin hafa verið í bílbelti. Engu að síður var ákveðið að flytja þau á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til nánari skoðunar.
Dráttarbifreið var fengin til að fjarlægja bifreiðina. Tildrög óhappsins eru talin vera af völdum hálku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024