Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimm umferðaróhöpp
Laugardagur 29. október 2005 kl. 16:18

Fimm umferðaróhöpp

Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæmi Keflavíkurlögreglunnar í gær og þar af þrjú á Reykjanesbraut. Í öllum tilvikunum á Reykjanesbraut höfðu ökumennirnir misst stjórn á bifreiðum sínum í mikilli hálku. Engin slys urðu á fólki. Í öllum tilvikunum höfnuðu bifreiðarnar utan vegar. Ein þeirra valt og önnur lenti á ljósastaur.

Eitt umferðaróhapp varð á föstudagskvöldið er bifreið var ekið á umferðarmerki á gatnamótum Njarðarbrautar og Hjallavegar. Engin slys urðu á fólki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024