Fimm skjálftar af styrkleika yfir 3
– Náttúruöflin hrista Geirfugladrang og nágrenni
	Það sem af er kvöldi hafa fimm jarðskjálftar af styrkleika yfir 3 orðið nærri Geirfugladrangi skammt frá Eldey. A.m.k. tvo af þessum skjálftum hefur mátt finna í Reykjanesbæ í kvöld.
	
	Sterkasti skjálftinn var upp á 3,9 og varð kl. 21:32. Annar skjálfti upp á 3,8 varð 22 mínútum síðar og svo mínútu síðar varð sá þriðji upp á 3,7.
	
	Fyrstu tveir skjálftarnir sem mældust yfir þremur stigum uðru kl. 21:01 og aftur 21:15. Þeir voru 3,3 og 3,2 stig.
	
	Jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				