Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 30. ágúst 2001 kl. 15:32

Fimm skip Vísis hf. með rúman þriðjung keilukvótans

Fimm skip Vísis hf. í Grindavík raða sér í efstu sætin hvað varðar bráðabirgðaúthlutun á keilukvóta fyrir næsta fiskveiðiár. 80% kvótans er úthlutað í byrjun fiskveiðiársins og fær Sævík GK mest í sinn hlut eða alls 313 tonn. Alls verða bátar Vísis hf. með meira en þriðjung keilukvótans á fiskveiðiárinu.Alls fá 13 skip meira en 100 tonna keilukvóta samkvæmt bráðabirgðaúthlutuninni en 20% viðbótarkvóta verður úthlutað um miðjan október. Allt eru þetta stór línuskip og af tíu kvótahæstu skipunum í keilunni eru fimm skip Vísis hf. í Grindavík og tvö leiguskip fyrirtækisins, Garðey SF og Melavík SF, að auki. Skip Vísis eru Sævík GK, Freyr GK, Sighvatur GK, Hrungnir GK og Fjölnir ÍS og eru þau með samtals 1319 tonn af keilukvóta. Miðað við að enn á eftir að úthluta 20% verður endanlegur kvóti fyrirtækisins 1582 tn eða rúmlega 35% heildarkvótans.
Keilukvóti hæstu skipanna er annars sem hér segir samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu:
Sævík GK með 313,1 tonn, Freyr GK með 292,5 tonn, Sighvatur GK með 282,1 tonn, Kristrún RE með 280,5 tonn, Hrungnir GK með 254,7 tonn, Fjölnir ÍS með 176,6 tonn, Melavík SF með 167,7 tonn, Núpur BA 162,9 tonn, Skarfur GK með 158,4 tonn, Garðey SF með 145,8 tonn, Albatros GK með 120,2 tonn, Tjaldur SH með 118,8 tonn og Kópur GK með 100,6 tonn.
Sjá nánar á InterSeafood.com.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024