Fimm sjúkrabílar kallaðir út á 20 mínútum
Óskað var eftir fimm sjúkrabílum frá Brunavörnum Suðurnesja á 20 mínútna tímabili í gærkvöldi. Með góðu skipulagi tókst að sinna öllum útköllunum.Heilbrigðisstofnun Suðurnesja óskaði eftir tveimur bílum í flutninga til Reykjavíkur. Þá var tilkynnt um veikindi í heimahúsi, ölvaðan hestamann sem féll af baki og þunguð kona þurfti að komast á fæðingardeildina.
Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri, sagði svona uppákomur fátíðar en menn megi þó alltaf búast við því að svona gerist.
Eftir törnina í gærkvöldi hefur verið rólegt hjá sjúkraflutningsmönnum.
Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri, sagði svona uppákomur fátíðar en menn megi þó alltaf búast við því að svona gerist.
Eftir törnina í gærkvöldi hefur verið rólegt hjá sjúkraflutningsmönnum.