Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm sagt upp á Vellinum
Föstudagur 25. nóvember 2005 kl. 13:23

Fimm sagt upp á Vellinum

Fimm starfsmönnum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli verður sagt upp störfum um næstu mánaðarmót.

Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Varnarliðsins, staðfesti uppsagnirnar í samtali við Víkurfréttir, en gat ekki látið uppi í hvaða deildum viðkomandi starfsmenn væru. Heimildir Víkurfréttta herma hins vegar að um sé að ræða fjórar konur hið minnsta og eru þær flestar í stjórnunarstöðum. Tvær þeirra voru í bókhaldsdeild, ein í fjársýsludeild og ein í tölvudeild Flotastöðvarinnar.

Víkurfréttir hafa ekki upplýsingar um fimmta aðilann.

Þeir sem sagt var upp eru í Félagi íslenskra stjórnunarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli, en formaður þess félags gat ekki tjáð sig um málið að svo komnu.

Nánari frétta er að vænta af málinu og jafnvel frekari uppsögnum á næstunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024