Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm ökumenn í vímu
Þriðjudagur 14. maí 2013 kl. 09:15

Fimm ökumenn í vímu

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af fimm ökumönnum vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu þann grun.

Einn ökumannanna var með útrunnið ökuskírteini og annar var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða vegna ölvunaraksturs.

Til viðbótar þessum fimm ók einn réttindalaus, annar var ekki í öryggisbelti og loks voru fjórir kærðir fyrir að leggja ólöglega.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024