Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm óhöpp vegna hálku á Reykjanesbraut
Mynd úr safni.
Þriðjudagur 11. nóvember 2014 kl. 12:49

Fimm óhöpp vegna hálku á Reykjanesbraut

Allt tiltækt lið lögreglu kallað til auk sjúkrabíls frá Reykjavík.

Að minnsta kosti fimm óhöpp hafa verið tilkynnt vegna hálku á Reykjanesbraut á skömmum tíma en engin alvarleg slys á fólki. Að sögn Lögreglunnar á Suðurnesjum er allt tiltækt lið frá þeim á Reykjanesbraut þessa stundina vegna óhappanna og hafa sjúkrabílar farið frá Reykjanesbæ og Reykjavík til þess að huga að slösuðum. Mest er hálkan í Kúagerði og á Strandarheiði. Lögreglan ítrekar hvatningu til ökumanna um að fara varlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024