Fréttir

Fimm milljónir til 25 verkefna
Sunnudagur 17. mars 2019 kl. 10:01

Fimm milljónir til 25 verkefna

Umsóknir um þjónustusamninga úr menningarsjóði Reykjanesbæjar voru fimmtán og umsóknir um verkefnastyrki voru tíu. Til úthlutunar voru sex milljónir króna og ákveðið var að úthluta fimm milljónum króna en geyma eina milljón til nota síðar á árinu. Styrkirnir verða greiddir þegar verkefnum er lokið, segir í fundargerð menningarráðs. Af þeim fimm milljónum sem úthlutað var fóru kr 2,7 milljónir til þjónustusamninga við menningarhópa og 2,3 milljónir króna í verkefnastyrki.
 
Menningarráð Reykjanesbæjar fara þess á leit við íþrótta- og tómstundaráð og/eða fræðsluráð að rekstrarstyrkir við dansskólana Danskompaní og Bryn ballet komi framvegis frá þeim. Þar fer fram öflugt og metnaðarfullt tómstundastarf barna og unglinga sem er engu síðra eða frábrugðið viðlíka starfssemi sem styrkt er af íþrótta- og tómstundaráði. „Í ljósi þeirrar skörunar sem er milli tómstunda og lista í tilviki dansskólanna þykir okkur eðlilegt að sótt sé um verkefnastyrki til menningarráðs,“ segir í afgreiðslu menningarráðs.

Afgreiðslu umsóknar Vinafélags Baldurs frestað.

Umsóknir um þjónustusamning 2019 - Úthlutun 2019

1 Bryn Ballett Akademían - 300.000kr
2 Danskompaní - 300.000kr
3 Eldey - 100.000kr
4 Faxi - 150.000kr
5 Félag harmonikuunnenda - 100.000kr
6 Karlakór Keflavíkur* - 300.000kr
7 Kór Keflavíkurkirkju - 0kr
8 Kvennakór Suðurnesja* - 300.000kr
9 Leikfélag Keflavíkur - 500.000kr
10 Ljósop - 50.000kr
11 Félag myndlistarmanna - 200.000kr
12 Norðuróp - 200.000kr
13 Norræna félagið 100.000kr
14 Sönghópur Suðurnesja* - 200.000kr
15 Söngsveitin Víkingarnir* - 200.000kr

Samtals: 2.700.000kr

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Umsóknir um verkefnastyrki 2019 - Úthlutun 2019

1 Söngvaskáld á Suðurnesjum. Dagný Gísladóttir - 150.000kr
2 Vortónleikar kvennakórs Suðurnesja í Stapa - söngdívur - 100.000kr
3 Myndbandsverkefni Danskompanís - 0kr
4 Fiðlarinn á þakinu. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar - 600.000kr
5 Nýárstónleikar. Alexandra Chernyshova og Rúnar Guðmundsson - 200.000kr
6 Með blik í auga. Guðbrandur Einarsson, Kristján Jóhannsson og Arnór Vilbergsson - 600.000kr
7 Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga. Guðný Kristjánsd. og Halla Karen Guðjónsd. - 350.000kr
8 Útgáfa á ljósmyndabók. Jón R. Hilmarsson - 100.000kr
9 Fagleg skoðun á Baldri KE 97. Vinafélag Baldurs KE97 - 0kr
10 Útgáfa tónlistar við kvæði Hallgríms Péturssonar. Hljómsveitin Klassart - 200.000kr

Samtals: 2.300.000kr

* Samningurinn gerir ráð fyrir tónleikum á Ljósanótt auk þess að koma fram við einn annan viðburð á vegum Reykjanesbæjar, eftir óskum frá menningarfulltrúa.