Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm menn ákærðir fyrir hrottalega líkamsárás í Vogum
Fimmtudagur 25. febrúar 2010 kl. 08:46

Fimm menn ákærðir fyrir hrottalega líkamsárás í Vogum


Fimm menn á aldrinum 20 til 22 ára hafa verið ákærðir fyrir hrottalega árás á rúmlega þrítugan mann í Vogum á Vatnsleysuströnd fyrir ári.
Eftir að þeir höfðu gengið hrottalega í skrokk á manninum köstuðu þeir honum fram af fjögurra metra háum svölum niður á hellulagða gangstétt. Þar réðust tveir mannana að honum þar sem hann lá meðvitundarlítill á götunni og spörkuðu í hann. Maðurinn hlaut margvíslega ákverka við árásina.

Allir mennirnir búa í Vogum og höfðu einhverjir þeirra, þegar árásin varð, átt í illdeilum við fórnarlambið um nokkurt skeið, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, sem greinir frá þessu í morgun.

Sjá nánar frétt á www.visir.is


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024