Sunnudagur 20. júlí 2008 kl. 12:25
Fimm keyrðu of hratt á Reykjanesbrautinni
Tíðindalítið var á næturvakt lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt. Fimm ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðann akstur á næturvaktinni og sá er hraðast ók var á 160 km/klst á Reykjanesbrautinni. Þá var einn stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur.