Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm hrottar dæmdir fyrir handrukkun
Föstudagur 26. nóvember 2010 kl. 16:10

Fimm hrottar dæmdir fyrir handrukkun


Fimm hrottar í Reykjanesbæ voru í morgun dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fíkniefnabrot, frelsissviptingu, hótanir, líkamsárás, rán og umferðarlagabrot. Þeir eru fæddir á árunum 1986 – 1991. Tveimur þeirra var gerð fangelsisrefsing og þremur að greiða sektir og miskabætur.

Brotin voru framin í apríl á þessu ári.  Tveir mannanna voru ákærðir fyrir frelsissviptingu, stórfellda líkamsárás og rán með því að hafa í sameiningu svipt mann frelsi sínu, ítrekað veist að honum með ofbeldi, hótað honum áframhaldandi ofbeldi og frelsissviptingu yrði hann ekki við kröfum þeirra um peningagreiðslu vegna ætlaðrar skuldar hans. Þá neyddu þeir hann til að leysa út lyf og til gripdeildar. Þá voru þeir einnig ákærðir fyrir að hafa undir áhrifum fíkniefna ekið bifreið og jafnframt fyrir vörslu fíkniefna.

Einum hinna ákærðu var gefið að sök að hafa átt hlutdeild í brotum hinn tveggja, slegið fórnarlambið tvisvar sinnum með flötum lófa í andlitið. Hann var viðstaddur þegar maðurinn var lokaður inn í skáp,  rafmagnssnúra vafin um háls hans og hann krafinn um greiðslu peningaskuldar. Þá batt ákærði fætur og búk fórnarlambsins við stól með rafmagnssnúru. Ákærði yfirgaf íbúðina á meðan maðurinn var enn bundinn við stólinn.

Tveir til viðbótar voru svo ákærðir fyrir að hafa slegið fórnarlambið.

Einn hrottanna var dæmdur til fangelsisvistar í tvö og hálft ár, að frádregnu viku gæsluvarðhaldi. Þá var annar dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar að frádregnu 13 daga gæsluvarðhaldi. Aðrir hinna ákærðu voru dæmdir til greiðslu sekta og miskabóta.

Dóminn er hægt að lesa hér í heild sinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024