Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm hávaðaútköll um helgina
Mánudagur 12. júlí 2004 kl. 16:22

Fimm hávaðaútköll um helgina

Um helgina barst eitt útkall til lögreglunnar í Keflavík vegna heimilisófriðar og fimm útköll vegna hávaða bárust. Einn ökumaður var stöðvaður grunaður um ölvun við akstur.
Aðfararnótt sunnudagsins var óskað aðstoðar lögreglu vegna manns sem var mjög ölvaður og æstur á veitingastaðnum Cactus í Grindavík. Þegar lögreglumenn komu á staðinn var maðurinn orðinn rólegur.
Rétt eftir klukkan 2 aðfararnótt sunnudagsins var tilkynnt um að flugeldum hafi verið skotið upp í Njarðvík. Ekkert var þar að sjá er lögreglumenn komu á staðinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024