Fimm bílar brunnu í Keflavík á miðnætti
Fimm bílar urðu eldi að bráð við Iðavelli í Keflavík um miðnætti í kvöld. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn var mikill eldur en bílarnir fimm sem brunnu voru geymdir á staðnum á samt tugum annarra bílaleigubíla.
Slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins á skömmum tíma en lögreglan á Suðurnesjum er nú við rannsókn á vettvangi og leitar m.a. að vísbendingum um að kveikt hafi verið í bílunum.
Minnstu munaði að verr hefði farið því bílaleigubílarnir standa þétt saman og eldurinn hefði auðveldlega geta borist í fleiri bíla, enda erfitt fyrir slökkviliðsmenn að komast að brennandi bílunum.
Ljóst er að eignatjón er mikið en frekari upplýsingar um brunann í bílunum fimm liggja ekki fyrir.
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson og Gunnar Einarsson.