Fimm barna móðir úr Reykjanesbæ handtekin í Perú fyrir kókaínsmygl
Jóna Denny Sveinsdóttir, 38 ára fimm barna móðir búsett í Innri-Njarðvík, er í haldi lögreglunnar á Perú, sökuð um að hafa reynt að smygla úr landi rúmlega 2 kílóum af hreinu kókaíni.
Samkvæmt frétt pressan.is var Jóna var handtekin á alþjóðaflugvellinum Jorge Chávez í Líma í Perú. Samkvæmt dagblaðinu Ojo í Perú var hún með kókaínpakka límdan við sig innanklæða og á leið til Noregs.
Pressan.is greinir frá því að samkvæmt upplýsingum á Facebook-síðu Jónu hafi hún verið í Argentínu og Chile síðustu vikur . Hún var á ferð í Noregi í október síðastliðnum.
Bróðir Jónu Denny sagði í viðtali við hádegisfréttir RÚV að fjölskyldan hefði miklar áhyggjur af henni. Hún hefði sagst vera í sumarfríi í Suður Ameríku.
Utanríkisráðuneytið er í sambandi við fjölskyldu konunnar og ræðismann Íslands í Perú til að tryggja að mannréttindi hennar séu virt, hún fái lögmann og viðunandi aðstæður í fangelsi.
Mynd/www.pressan.is