Fimm ára drengur fyrir bíl í Vogum
Síðdegis í gær var tilkynnt um umferðarslys á Stapavegi í Vogum og fóru lögreglumenn og sjúkrabifreið á staðinn. Þar hafði 5 ára drengur á reiðhjóli orðið fyrir bifreið sem ekið var Stapaveg í suður. Drengurinn var lítilsháttar slasaður á fótum og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar.