Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimm ára afmæli Keilis fagnað í dag
Föstudagur 11. maí 2012 kl. 09:18

Fimm ára afmæli Keilis fagnað í dag

Keilir heldur upp á fimm ára afmæli sitt með hátíðardagskrá í Andrews í dag, föstudaginn 11. maí. Meðal atriða má nefna ávarp háskólarektors, Kristínar Ingólfsdóttur, söngur Valdimars Guðmundssonar og Jógvan Hansen, opnun nýrrar heimasíðu og stofnun Hollvinasamtaka Keilis. Að athöfn lokinni er gestum boðið að ganga um húnsæði Keilis og njóta veitinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Athöfnin hefst kl. 15 á föstudaginn 11. maí og er öllum velunnurum Keilis opin.

Keilir hefur útskrifað 1026 nemendur á þessum fim árum og bætist stór hópur við í sumar.

Keilir hefur náð að flytja inn í eigið húsnæði á Ásbrú og festa í sessi meginstoðir sínar fjórar: Háskólabrú, Flugakademíu, Tæknifræði, Íþróttaakdemíuna, rannsóknarstofuna og flugvélaflotann.

Í bígerð er að halda áfram með uppbyggingu námsins og eru nokkrar nýjar námsbrautir í vinnslu. Verður nánar greint frá þeim síðar.

Keili er ætlað að efla menntastig á Suðurnesjum og vinna náið með atvinnulífinu. Á fimm ára afmælinu verður ekki annað séð en sú stefna höfði til margra einstaklinga sem skapað hafa sér nýtt líf í gegnum námið hjá Keili.