Fimm aldursflokkamet og lágmark á EMU
Í gær þegar fyrri mótshlutanum í Bikarkeppni Íslands lauk höfðu fimm aldursflokkamet fallið og einn náð lámarki á Evrópumeistaramót unglinga, EMU.
Átta lið taka þátt í Bikarkeppninni, sex í fyrstu deild og tvö í annarri deild, bæði í flokki karla og kvenna. Sundmenn Óðins, KR, Sundfélags Akraness, ÍRB, Ægis og SH synda í fyrstu deild.
Í annarri deild keppa sundlið Fjölnis og Hamars. Alls eru þetta tæplega 200 sundmenn.
Stigastaðan í lok 1. hluta Bikarkeppninnar er eftirfarandi:
1. deild kvenna
1. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, ÍRB 5.802
2. Sunddeild KR 5.572
3. Sundfélagið Ægir 5.454
4. Sundfélag Hafnarfjarðar, SH 5.399
5. Sundfélagið Óðinn 4.937
6. Sundfélag Akraness, ÍA 4.771
1. deild karla
1. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar, ÍRB 5.765
2. Sundfélag Hafnarfjarðar, SH 5.472
3. Sundfélagið Ægir 4.926
4. Sunddeild KR 4.823
5. Sundfélag Akraness, ÍA 4.683
6. Sundfélagið Óðinn 3.717
2. deild kvenna
1. Sunddeild Fjölnis 3.339
2. Hamar, sunddeild 683
2. deild karla
1. Sunddeild Fjölnis 3.341