Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimm aðilar í flugeldasölu í ár
Fimmtudagur 22. desember 2005 kl. 16:17

Fimm aðilar í flugeldasölu í ár

Fimm aðilar munu standa fyrir flugeldasölu þessi áramótin, en auk hinna hefðbundnu aðila, knattspyrnudeildar Keflavíkur og Björgunarsveitarinnar Suðurnesja, munu þrír einkaaðilar standa fyrir flugeldasölu á Suðurnesjum.

Í samtali við Víkurfréttir sögðust Keflvíkingar og Björgunarsveitarmenn verða að sætta sig við að einkaaðilar kæmu inn á markaðinn. Þeir vildu þó vekja fólk til umhugsunar um hvert peningurinn þeirra færi.

„Við verðum líka bara að bjóða betri vöru til að fólk komi frekar til okkar,“ sagði Ólafur Bjarnason hjá Keflavík. „Ef fólk vill styðja okkur eða Björgunarsveitina þá gera menn það bara, en ef þau vilja frekar styðja einkaaðilianna þá verður bara að hafa það.“

Gunnar Stefánsson, formaður Björgunarsveitarinnar, tók í svipaða strengi. „Við viljum að fólk geri sér grein fyrir því að með því að styrkja okkur eru þau að tryggja aukið öryggi á svæðinu og bjarga mannslífum.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024