Fimm á sjúkrahús eftir árekstur á Reykjanesbraut
Fimm voru fluttir undir læknis hendur eftir að harður árekstur varð á Reykjanesbraut sl. laugardag. Atvikið bar að með þeim hætti að ökumaður ók bifreið sinni aftan á aðra bifreið með þeim afleiðingum að hún kastaðist yfir á öfugan vegarhelming. Bifreið sem kom úr gagnstæðri átt hafnaði í hliðinni á síðarnefndu bifreiðinni.
Ökumenn tveggja bifreiða voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, en ökumaður og tveir farþegar hinnar þriðju voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík eftir viðkomu á HSS. Ökumaður slasaðist nokkuð en farþegarnir sluppu betur.
Allar bifreiðirnar voru óökufærar og voru fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.